JAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAahá

Ég hafði eytt drykklangri stund í færslu um það hvað ég naut þess að vera lítill krakki.  Svo fór ég í frekari hugleiðingar og fór að hugsa um gamla barnaefnið sem ég horfði á í imbakassanum um helgar.  Barnaefni kallaði ég skrípó og geri reyndar enþá, ljótt orð eða öllu heldur slangur.  En allavega, ég eyddi langri stund í að setja inn myndir af þáttum og þá tengla á myndbrot af hverjum þætti, myndir af bókum sem ég elskaði þegar ég var lítill og líka einstaka barna-kvikmyndir.  Eftir eins og ég sagði áður, langan tíma kom upp einhver helv%tis villumelding í vafranum hjá mér.  Venjulega hefði ég klikkast en það var það skrítna, ég horfði sallarólegur á villumeldinguna, slökkti á skjánum, lagðist upp í rúm og sofnaði.  En allavega, af hverju ætti einhver vilja að lesa þessa steypu.

Hefur þú lent í því að vera hlusta á eitthvað lag á vefnum radioblogclub.com og svo gleymiru þér og allt í einu hefur þú farið í gegnum haug af ömurlegum spánskum rapplögum.  Svo allt í einu fattar þú, hvað í fjandanum?

Ég ætla að leggjast aftur í nostalgíu-færsluna fljótlega.  Ekki strax, hef ekki orku í það.
Ég endur-uppgvötaði alveg 30+ barnaþætti sem ég elskaði.  Eins og t.d Múmínálfana (myndbrot!)
múmínálfarnir!


Allavega, hafðu góða helgi.
kv, Örn (represents NECROPHAGIST)


áramóta egill



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband